IMG_3925.jpg
Þóra Einarsdóttir

Ferilskrá

Þóra Einarsdóttir er reyndur óperusöngvari með víðtæka reynslu af alþjóðlegum óperusviðum, flutningi ljóðatónlistar, órtóríuverka og fjölbreyttrar söngtónlistar á tónleikum og við ýmiskonar tækifæri svo sem kirkjulega athafnir. Einnig hefur hún umtalsverða reynslu af stjórnun og akademískum störfum.

Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og unnið til verðlauna á ferli sínum. Þar á meðal hina íslensku Fálkaorðu og Dannebrogs-orðuna og Íslensku tónlistarverðlaunin. Auk listræns ferils hefur Þóra starfað við Listaháskóla Íslands síðastliðin ár þar sem hún hefur hlotið vaxandi framgang og ábyrgð í starfi. Þóra gegnir nú starfi aðstoðarrektors náms og kennslu við Listaháskóla Íslands. Hún hóf störf hjá Listaháskólanum 2013, fyrst sem stundakennari, sem aðjúnkt frá 2014, prófessor frá 2018 og loks sviðsforseti frá 2020.

Starfsferil sinn sem óperusöngvari hóf Þóra við Glyndebourne Festival Opera að námi loknu þá aðeins 23 ára. Auk fjölda hlutverka við Íslensku óperuna 1989-2019, hefur Þóra sungið við Ensku Þjóðaróperuna, Opera North, Opera Factory, óperuhúsin í Mannheim, Nürnberg, Darmstadt, Karlsruhe, Basel, Genf, Lausanne, Prag, Salzburg, Bologna og Malmö. Þóra var fastráðinn söngvari við Hessishe Staatstheater Wiesbaden 2000-2008. Meðal hlutverka Þóru eru Pamina í Töfraflautunni, Susanna í Brúðkaupi Figarós, Ilia í Idomeneo, Despina í Così fan tutte, Zerlina í Don Giovanni, Euridice í Orfeo ed Euridice, Cleopatra í Júlíus Cesar, Elmira í Croesus, Adina í Ástardrykknum, Marie í Dóttir herdeildarinnar, Gilda í Rigoletto, Mimi í La Bohème, Michaela í Carmen, Sophie í Rosenkavalier, Xenja í Boris Godunov, Adele í Leðurblökunni, Ännchen í Freischütz, Woglinde og Waldvogel í Niflungahringnum, Tatiana í Evgeny Onegin og Lucia í The Rape of Lucretia. Hún hefur m.a. sungið hlutverk í nýjum óperum eftir Harrison Birtwhistle, Simon Holt, Sunleif Rasmussen og Gregory Frid og hlutverk Ragnheiðar eftir Gunnar Þórðarson. Á Listahátíð 2018 og í MÜPA Budapest fór hún með hlutverk Anne í óperunni Brothers eftir Daníel Bjarnason. Haustið 2019 söng hún hlutverk Súsönnu í uppfærslu Íslensku Óperunnar á Brúðkaupi Fígarós og hún flutti nýverið Vier Letzte Lieder eftir Strauss á tónleikum Pólsk-Baltnesku Fílharmóníuhljómsveitarinnar og söng á Nýárstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands 2023.

Þóra hefur lagt áherslu á ljóðasöng og tekið þátt í flutningi fjölda kirkjulegra verka. Hún hefur starfað með Classical Chambermusic Stockholm frá 2018. Auk fjölda tónleika á Íslandi hefur hún komið fram á tónleikum víða ásamt þekktum hljómsveitum, m.a í Barbican Hall, Royal Albert Hall og Royal Festival Hall í London, Konzerthaus Berlin, Berliner Dome, Philharmonie am Gasteig, Kennidy Center í Washington og Weil Recital Hall í New York.Þóra hefur sungið inn á fjölda hljóðritana bæði hér heima og erlendis. Nýverið kom út geisladiskur í Svíþjóð þar sem hún syngur tónlist eftir Katarinu Leyman. Hún söng hlutverk Mimí í fyrstu heildarútgáfu á óperunni Vert-Vert eftir Offenbach sem kom út hjá Opera Rara í London.

 

Menntun

  • Listaháskóli Íslands: MA í Listkennslu, 2012-2015.
  • Menntamálaráðuneytið: Leyfi til að nota starfsheitið Grunnskólakennari, 2015.
  • Guildhall School of Music and Drama: Advanced Studies, Opera Course, 1993-1995.
  • Guildhall School of Music and Drama: Sérnám AGSM, 1992-1993.
  • Söngskólinn í Reykjavík: Próf í söng, 8. stig, 1992.
  • Menntaskólinn við Hamrahlíð: Stúdentspróf, 1991.

Símenntun

  • Stjórnsýsluendurskoðun: Meistaranámskeið í viðskiptafræði, 7,5 ECTS.
  • Stefnumótun og innleiðing stefnu: Meistaranámskeið í viðskiptafræði, 7,5 ECTS.
  • Stjórnendaþjálfun hjá Guðrúnu Snorra: Stjórnun á mannlegum nótum, 2020-2023.
  • Fjármál og rekstur: 60 klst. Endurmenntun HÍ, 2023.
  • Excel námskeið: Endurmenntun HÍ, 2021.
  • ICON (Innovative Conservatoire): Mentoring coaching skills, 2018.
  • Masterklassar og söngnámskeið: Ýmis námskeið, 1995-2022.

Störf

  • Listaháskóli Íslands: Aðstoðarrektor náms og kennslu frá ágúst 2024.
  • Listaháskóli Íslands: Sviðsforseti kvikmyndalistar, tónlistar og sviðslista, 2020-2024.
  • Listaháskóli Íslands: Prófessor og fagstjóri söngnáms, 2018-2020.
  • Listaháskóli Íslands: Aðjúnkt við tónlistardeild, 2013-2018.
  • Hessische Staatsoper Wiesbaden, Þýskalandi: Fastráðinn óperusöngvari, 2000-2008.
  • Sjálfstætt starfandi óperusöngvari: Frá 1995, störf við fjölmörg leikhús víða um Evrópu.

Nefndar- og félagsstörf

  • Undirbúnings- og ráðgjafanefnd um stofnun þjóðaróperu: Menningar- og viðskiptaráðuneytið, 2023-2024.
  • Starfshópur um endurskoðun aðalnámskrár tónlistarskóla: Mennta- og barnamálaráðuneytið, 2023-2025.
  • Sviðslistaráð: Menningar- og viðskiptaráðuneytið, 2023-2026.
  • Starfshópur um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, 2022-2023.
  • Nefnd um stofnun þjóðaróperu: Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2020-2021.
  • SAFAS, Samstarfsvettvangur fagfélaga í sviðslistum: Fulltrúi í stjórn frá 2020.
  • Sviðslistasambandið: Seta í fulltrúaráði frá 2021.
  • Sviðslistamiðstöð: Varafulltrúi í fagráði frá 2021.
  • Klassís, Fagfélag klassískra einsöngvara á Íslandi: Formaður frá 2020, meðstjórnandi frá 2018.

Viðurkenningar

  • Hin íslenska Fálkaorða: Fyrir framlag til tónlistar, 2011.
  • Ridder af Dannebrogsordenen (Dannebrogs-orðan): Fyrir framlag til tónlistar, 1997.
  • Íslensku tónlistarverðlaunin:
    • Söngkona ársins, 2016, 2015.
    • Tilnefning, 2014, 2013, 2012, 2011.
    • Rödd ársins, tilnefning, 2010, 2009.
  • Grímuverðlaunin: Tilnefningar, 2016, 2015, 2012, 2011.
  • Stafslaun Listamanna: 2013, 2011, 1999, 1997.