Maria-Jons-screen.jpg
María Jónsdóttir

Ferilskrá

María Jónsdóttir hlaut  alþjóðlegan námsstyrk við Konunglegu tónlistarhálskólana fyrir framúrskarandi árangur á Burtfararprófi sínu í Söngskólanum í Reykjavík og lauk háskólanámi með  PGMusOpera frá Konunglega tónlistarháskólanum í Skotlandi. María hefur síðan  verið nemandi Alinu Dubik við Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún  hefur farið með hlutverk Systur Angelicu í uppfærslu óperu stúdíó Íslensku Óperunnar og hlaut mikið lof fyrir flutning sinn, einnig fór hún þar með hlutverk Barbara Delaqua í Eine Nacht in Venedig eftir Strauss. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum uppfærslum með kór  Íslensku Óperunnar og Óperukór Reykjavíkur hér heima og erlendis og hefur sungið hlutverk yngismeyja úr hinum ýmsu verkum óperubókmenntanna. María hefur sungið til úrslita í alþjóðlegum söngkeppnum, skipulagt tónleika, námskeið og sungið við hin ýmsu tækifæri bæði hér heima og erlendis.

 

 

Hlekkir