Egill lauk námi frá Söngskólanum í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur árið 2008 og fluttist til þýskalands sama ár. Hann tók þátt í og vann til verðlauna í keppnum eins og Kammeroper Schloss Rheinsberg og Oper Schloss Laubach. Í kjölfarið bauðst honum að taka þátt í viðburðum eins og Classic Open Air í Berlin ásamt sópransöngkonunni Lucia Aliberti, Gala tónleikum í Mercedes World í Berlín og Das Lied von der Erde í Frankfurt og Berlín. Egill var fastráðinn við Gerhardt-Hauptmann Óperuhúsið í Görlitz árið 2010. Árið 2016 kom út fyrsta plata Egils “Leiðsla”.
Egill fór með hlutverk Pinkerton í Madama Butterfly hjá Íslensku Óperunni í mars 2023. Framundan er frumflutningur á nýrri óperu(Richard III) eftir Sigurð Sævarsson og útgáfa á 3 ljóðaflokkum eftir Richard Strauss ásamt fleirri spennandi verkefnum. Meðal verkefna síðustu ár má nefna Fidelio á Óperudögum, Mozart Requiem og Der Fliegende Holländer með NorðurÓp, Tosca og Kúnstpása hjá Íslensku Óperunni, Tónleikar í Seattle með Röddum Reykjavíkur auk verkefna eins og Paukenmesse eftir Haydn, Lobegesang eftir Mendelssohn og tónleikaröðin Brautryðjendur. Egill hefur lokið 4 ára námi frá David Jones Voice Studio í New York, 2 ára námi í söngkennslu frá ABRSM og er í Mastersnámi í söngkennslu við LHÍ. Egill hefur notið leiðsagnar margra stórkostlegra listamanna og þar ber helst að nefna: David Jones, Kristinn Sigmundsson, Erika Sunnegårdh, Kiri Te Kanawa, Johan Botha, Kristján Jóhansson, Janet Williams, Wolfgang Millgramm.
Egill starfar sem söngkennari við Söngskólann í Reykjavík og Söngskóla Sigurðar Demetz.