Edda Austmann sópran hóf söngnám sitt í Söngskólanum í Reykjavík og lauk bakkalárgráðu í tónlist frá Konunglegu tónlistarakademíunni í Lundúnum. Hún vann til söngverðlauna og hlaut fullan skólastyrk til mastersnáms í óperudeild Konunglega tónlistarháskóla Skotlands þar sem hún fór með nokkur burðarhlutverk í óperuuppfærslum skólans. Eftir útskrift bauðst Eddu staða í Zürich óperustúdíói og þreytti frumraun sína á sviði Zürich óperunnar. Hún hóf feril sinn sem sópran en æfir nú mezzósópran hlutverk eftir Mozart eins og Sesto (La Clemenza di Tito); Dorabella (Cosi fan tutte) og Cherubino (Figaro), einnig Orfeo (Orfeo) eftir Handel. Hún undirbýr einnig hlutverk eins og Orlofsky (Die Fledermaus) eftir J. Strauss og The Composer (Ariadne auf Naxos) eftir R. Strauss. Á óperusviði hefur hún farið með hlutverk Elisabettu (Roberto Devereux); Nannettu (Falstaff); Paminu og Papagenu (Die Zauberflöte); Poppeu (Il coronazione di Poppea); Michaelu og Frasquitu (Carmen) og Damon (Acis og Galatea). Hún hefur einnig unnið hlutverk Despinu (Cosi van tutte); Serpettu (La finta giardiniera); Súsönnu (Figaro) sem understudy við Zürich óperuna. Hún hefur verið einsöngvari með Konunglegu skosku sinfóníuhljómsveitinni og með Zürich kammerhljómsveitinni í Tonhalle. Eins hefur hún verið einsöngvari í helgiverkum með kór og hljómsveit, þar má nefna Exultate Jubilate og Sálumessu eftir Mozart, Jólaóratoríunni eftir Bach, Elijah eftir Mendelsohn og Messías eftir Handel. Edda hefur komið fram hérlendis og víða í Evrópu, meðal annars á vegum Zürich óperunnar, Garsington óperunnar, Íslensku óperunnar og sjálfstæðra óperuframleiðenda. Edda kemur reglulega fram á tónleikum eða við önnur tilefni og vann síðast undir handleiðslu Jóns Þorsteinssonar tenórs og söngprófessórs. Edda er í kammerkór Bústaðakirkju og syngur einsöng við athafnir, messur og útfarir.
https://www.facebook.com/eddaaustmann/