Söngvarar lýsa yfir stuðningi við þjóðaróperu

Í gær, þriðjudaginn þann 29. ágúst 2023 var haldinn félagsfundur Klassís í húsakynnum Færeyska Sjómannaheimilisins – Hotel Ørkin. Fundurinn var afar fjölmennur. Tæplega 80 íslenskir söngvarar sátu fundinn. Á fundinum fóru fram opin skoðanaskipti og umræður um framtíðarskipan óperumála. Fundurinn samþykkti einhljóða að lýsa stuðningi við stofnun þjóðaróperu. Og sömuleiðis að skora á stjórnvöld að tryggja samfellu í óperustarfsemi á Íslandi þar til þjóðaróperan tekur formlega til starfa.

Stjórn Klassís