Lög félagsins

Lög Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi

  1. gr.

Félagið heitir: Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

  1. gr.

Tilgangur félagsins er

  1. Að efla starfsvettvang klassískra söngvara á Íslandi og styrkja stöðu þeirra í hvívetna.
  2. Að stuðla að því að hið opinbera verji sem mestu fé til klassískrar söng- og óperulistar og hafa áhrif á það hvernig þeim fjármunum er ráðstafað og skipt.
  3. Að þrýsta á um að fagleg sjónarmið séu ráðandi og faglegir starfshættir viðhafðir á starfsvettvangi klassískra söngvara á Íslandi. Að kynna fagleg sjónarmið á opinberum vettvangi.
  4. Að vera vettvangur til að ræða hagsmunamál og réttindi klassískra söngvara á Íslandi.
  5. Að kynna félagsmenn.
  1. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið meðal annars ná með því að halda úti heimasíðu og kynna félagsmenn og málefni félagsins. Félagið mun halda umræðu- og kynningarfundi og skila frá sér ályktunum um mikilvæg málefni söngvara.

  1. gr.

Félagsmenn geta orðið þeir sem hafa lokið BMus gráðu eða sambærilegri gráðu frá viðurkenndum tónlistarháskóla.

Uppfylli umsækjandi ekki skilyrði um menntun en getur sýnt fram á töluverða starfsreynslu mun stjórn taka afstöðu til umsóknar hverju sinni.   

  1. gr.

Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. október ár hvert og skal boða til hans með minnst sjö daga fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Reikningsár félagsins er 01. september til 31. ágúst. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1.     Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2.     Skýrsla stjórnar
  3.     Reikningar
  4.     Lagabreytingar
  5.     Ákvörðun árgjalds
  6.     Kosning stjórnar
  7.     Önnur mál

6.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum, formanni og 4 meðstjórnendum,  kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn.  Einnig skal kjósa tvo varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda.  

7.gr.

Ákvörðun um árgjald skal tekin á aðalfundi.

  1. gr.

Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi. Tillögur að lagabreytingum skulu sendar með aðalfundarboði. Lagabreytingar þurfa samþykki 2/3 greiddra atkvæða.

  1. gr.

Félaginu verður ekki slitið nema 3/4 fulltrúa á aðalfundi greiði því atkvæði. Á fundinum yrði tekin ákvörðun  um ráðstöfun skulda og eigna félagsins.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi Félags klassískra söngvara á Íslandi.

Dagsetning: 04.03.2018.