ÁLYKTUN FÉLAGSFUNDAR KLASSÍS
FAGFÉLAGS KLASSÍSKRA SÖNGVARA Á ÍSLANDI
6. OKTÓBER 2019
Á félagsfundi Klassís – Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi sem haldinn var í sal FÍH í Rauðagerði 27, sunnudaginn 6. október, var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:
„Fundurinn lýsir yfir stuðningi við kröfur óperusöngvara í yfirstandandi launadeilu við Íslensku óperuna. Fundurinn krefst þess að farið verði eftir öllum ákvæðum gildandi samnings sem samið hefur verið um við Félag íslenskra hljómlistarmanna. Sérstaklega er þess krafist að þau vinnuverndarákvæði sem kveðið er á um á æfingatímabili svo og ákvæði um lágmarksfjölda sýninga séu virt.
Fundurinn styður jafnrétti kynja til launa og gagnsæi í launamálum og gerir tilkall til þess að Íslenska óperan virði þau sjónarmið og útrými óútskýrðum kynbundnum launamun innan stofnunarinnar.“
Ennfremur samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun samhljóma:
„Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi fer fram á að vera í samráði um stofnun Þjóðaróperu sem einn af helstu hagsmunaaðilum óperulistar á Íslandi.“
Samþykkt á félagsfundi Klassís – Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi,
Reykjavík, 6. október 2019